fbpx

Sæl/Sæll og Sat Nam! Ég er svo glöð að þú ert hérna núna!

Ég Kundalini yoga kennari, tónheilari, Reiki & Sat Nam Rasayan heilari & listamaður/tónskáld/tónlistarmaður.

Ég lærði Kundalini yoga í Ra Ma á Mallorca hjá dásamlegu kennurunum mínum þeim Guru Jagat, Harijiwan & Gurujas. Ég lít svo á að ég sé eilífðarnemandi þeirra. Ég er líka Reiki mesitari og iðka og er ann að læra Sat Nam Rasayan heilun, mjög öfluga heilunar aðferð sem hefur verið iðkuð í árþúsundir.

Ég hef stúderað stjörnuspeki, talnaspeki, mystisisma, tarot og heimspeki, bæði vestræna sem austræna síðustu tvo áratugi. Ég hef hugleitt og stundað yoga enn lengur en það er ekki mjög langt síðan hugleiðsla og yoga varð órjúfanlegur þáttur af deginum mínum og það var það sem breytti öllu.

Maður getur endalaust lesið og hugsað en það eina sem virkilega virkar er dagleg ástundun. Hún breytir öllu.

Leyni markmiðið mitt hefur alltaf verið uppljómun. Að upplifa Guð, fullkomna einingu. Að skilja lífið alheiminn og allt.

Við skulum bara segja að það sé verk í vinnslu.

Ég elska Kundalini yoga! Ég hef virkilega leitað mjög víða og hvergi fundið kerfi sem inniheldur öll önnur kerfi. Það er ótrúlegt hvernig allt það sem ég hef fundið í öllum mögulegum áttum með því að lesa og rannsaka í meira en 20 ár, Yogi Bhajan koverar það allt.

Kundalini yoga er öflugusta tæki sem ég þekki til að kynnast sjálfum sér og fara inn á við og þess vegna langar til að deila þessari mögnuðu tækni með sem flestum.

Kundalini yoga er yoga vitundar, konunglegt yoga. Það er gert til þess að færa þig að kjarnanum, að sálinni. Til þess eru notaðar öndun, augnfókus, hugleiðsla, handstöður (mudrur), möntrur, lásar (bandas) og líkamsstöður (asanas). Allt þetta vinnur saman að því að koma á innra jafnvægi með því að styrkja líkamann og taugakerfið, koma jafnvægi á innkirtlakerfið og hreinsa líkamann. Þetta allt kemur jafnvægi á líkama, hug og sál. Við öðlumst bæði innri ró og fyllumst orku.

Kundalini yoga er leið sem hentar fólki sem tekur fullan þátt í lífinu. Við þurfum ekki að loka okkur af og helga okkur andlegri leit heldur getum við gert bæði. Hlúð að sálinni okkar og sinnt skildum okkar, fjölskyldu og vinum. Það sem Kundalini yoga gerir fyrir okkur er að það veitir okkur jafnvægi og orku til að gera það besta úr því sem við höfum og takast á við öll verkefnin og áskorarnirnar sem nútíma líf færir okkur.

Draumur minn er að deila öllu sem ég læri með öðru fólki og leggja þannig mitt af mörkum til að stækka okkur sem mannkyn. Hjálpa okkur að komast nær kjarnanum, nær hjartanu og ástinni.

Ég er með aðra síðu The Sacred Way þar sem ég deili með mér því sem ég læri og því sem ég er að hugsa um, velta fyrir mér og prófa. Endilega kíktu þangað ef þú hefur áhuga.

Allavegana, ég er að vinna í því að stækka hjartað mitt. Öðlast óendanlega stórt hjarta þannig að ég geti komið öllu mannkyni, öllu lífi, öllu, fyrir í hjartanu mínu. Og vittu að þú sem ert að lesa þetta núna átt líka stað í hjartanu mínu.

Með ást og kærleik, Gian Tara

Shopping Basket