Hæ, ég heiti Jarþrúður, kölluð Jara og andlega nafmið mitt er Gian Tara og ég er dulspeki nemandi og kennari.
Ég er með sól í fiskum, tungl í sporðdreka og rísandi bogamann og ég er líka 6/2 Splenic Projector í Human Design
Samkvæmt stjörnu kortinu mínu og Human design kortinu þá er ég hér til að kafa djúpt (sporðdreki) í þekkingu mannkyns (bogamaður) og undirdjúp dulspekinnar (fiskar) til að rísa upp sem djúpvitur leiðbeinandi og fyrirmynd fyrir annað fólk á svipaðri vegferð og ég (6/2 Projector) með hjálp innsæis míns (Splenic authority). Merkúr í hrút í hliði 17 (human design) gerir það svo einstaklega aupvelt fyrir mig að sjá munstur og finna lausnir hratt.
Ég á tvö börn, eitt uppkomið og annað helmingi yngra, og ég notaði tvítugsaldurinn í að prófa mig ´fram í öllu mögulegu og ómögulegu, ekki það tímabil sem ég er stoltust af… En það er samt dæmigert fyrir fólk með 6 í Human design prófílnum sínum. Ég er tónlistarmaður og hef samið tonlist fyrir nokkur leikrit, stuttmyndir og heimildarmynd í fullri lengd. Hef leikið og gert listgjörnunga. Önnur leið til að nota fiskinn minn og sporðdrekann. Ég lærði líka heimspeki í HÍ (allt nema lokaritgerðina…) önnur góð notkun á bogamanninum og tónsmíðar í LHÍ.
Ég hef numið stjörnuspeki og dulspeki hér um bil alla æfi, síðan ég var barn og komst að því að þetta væri til. Lengst af var ég ein um þennan áhuga og því finnst mér ótrúlega gaman hvað þessi heimur er að opnast hratt.
Ég trúi ekki á stjörnuspeki. Ég þarf þess ekki. Ég veit að hún virkar svo ég nota hana þess vegna.
Ég kalla mig stundum “mystic” ég þekki ekki gott orð yfir það á íslensku. Það þýðir sá sem hefur fengið beina upplifun af Guði, þessu heilaga, hvað sem við viljum kalla það. Því ég hef það og get tengt inn í það hvenær sem er, svo lengi sem ég þvælist ekki fyrir sjálfri mér.
Ég trúi ekki á Guð í blindni, ég þarf þess ekki. Ég upplifi hana/hann/þau og þekki.
Það er kannski gott að taka það fram að ég skil orðið Guð sem allt sem er, alls staðar, alltaf, að eilífu. Ekki kall með skegg. Þó mér finnist krúttleg þessi tilhneiging okkar til að mála Guð í formi sem við skiljum.
En fyrst og fremst sé ég mig sem listamann, og kannski galdrakonu
Galdurinn sem ég færi er að hjálpa þér aftur heim til þín.