

STJÖRNUSPEKINGUR, TÓNLISTARMAÐUR, KUNDALINI YOGI & KOSMÍSKUR KENNARI
Blessuð/Blessaður! Það er ástæða fyrir því að þú ert lifandi, hérna, núna. Heimurinn þarnast þín, krafta þinna og hæfileika. Við erum öll tengd og þurfum öll að leggja okkar af mörkum fyrir hvort annað. Núna meira en nokkurn tíma.
Mitt hlutverk er að hjálpa þér að tengjast þínum innri töfrum, finna gjafir þínar og hæfileika og hjálpa þér að deila þeim með heiminum.
Lífið getur verið svo magnað þegar við leyfum okkur að vera við sjálf, dvelja í samkennd og kærleika með okkur og öðrum jafnframt því að þora að nota styrkinn okkar.
Mín ósk er að geta verið að liði til að hjálpa þér að sjá ljósið þitt og stórfengleika. Ég sé það svo skýrt og mig langar til að þú sjáir það líka.