fbpx

Tengstu þínum eigin töfrum

Það er ástæða fyrir því að þú ert lifandi, hérna, núna. 

Heimurinn þarnast þín, krafta þinna og hæfileika. Við erum öll tengd og þegar við leggjum okkar af mörkum fyrir hvort annað verður lífið svo fallegt.

Lífið verður magískt þegar við leyfum okkur að nota gjafirnar okkar og stíganinn í styrkinn okkar.

Það sem ég gert gert er að hjálpa þér að tengjast þínum innri töfrum, finna gjafir þínar og hæfileika og hjálpa þér að deila þeim með heiminum.

Ef þú vilt tengjast töfrunum þínum, kynnast þér betur, skilja af hverju þú ert eins og þú ert, treysta gjöfunum þínum og kraftinum þá getum við gert það saman í 90 mínútna Stjörnuspeki sálar lestri – Soul Journey reading.

Ef þú vilt fara dýpra þá mæli ég með 120 mínútna Lífs tilgangs lestri – Life prupose reading þar em ég tek inn fleiri mystísk kerfi svo sem Human Design og Gene Keys, allt miðlað í gegnum innsæið og tenginguna mína.

Mín ósk er að geta verið að liði til að hjálpa þér að sjá ljósið þitt og stórfengleika. Ég sé það svo skýrt og mig langar til að þú sjáir það líka.

Hver er ég?

Hæ, ég heiti Jarþrúður, kölluð Jara og andlega nafmið mitt er Gian Tara og ég er dulspeki nemandi og kennari.

Ég er með sól í fiskum, tungl í sporðdreka og rísandi bogamann og ég er líka 6/2 Splenic Projector í Human Design

Samkvæmt stjörnu kortinu mínu og Human design kortinu þá er ég hér til að kafa djúpt (sporðdreki) í þekkingu mannkyns (bogamaður) og undirdjúp dulspekinnar (fiskar) til að rísa upp sem djúpvitur leiðbeinandi og fyrirmynd fyrir annað fólk á svipaðri vegferð og ég (6/2 Projector) með hjálp innsæis míns (Splenic authority). Merkúr í hrút í hliði 17 (human design) gerir það svo einstaklega aupvelt fyrir mig að sjá munstur og finna lausnir hratt.

Ég á tvö börn, eitt uppkomið og annað helmingi yngra, og ég notaði tvítugsaldurinn í að prófa mig ´fram í öllu mögulegu og ómögulegu, ekki það tímabil sem ég er stoltust af… En það er samt dæmigert fyrir fólk með 6 í Human design prófílnum sínum. Ég er tónlistarmaður og hef samið tonlist fyrir nokkur leikrit, stuttmyndir og heimildarmynd í fullri lengd. Hef leikið og gert listgjörnunga. Önnur leið til að nota fiskinn minn og sporðdrekann. Ég lærði líka heimspeki í HÍ (allt nema lokaritgerðina…) önnur góð notkun á bogamanninum og tónsmíðar í LHÍ.

Ég hef numið stjörnuspeki og dulspeki hér um bil alla æfi, síðan ég var barn og komst að því að þetta væri til. Lengst af var ég ein um þennan áhuga og því finnst mér ótrúlega gaman hvað þessi heimur er að opnast hratt. 

Ég trúi ekki á stjörnuspeki. Ég þarf þess ekki. Ég veit að hún virkar svo ég nota hana þess vegna.

Ég kalla mig stundum “mystic” ég þekki ekki gott orð yfir það á íslensku. Það þýðir sá sem hefur fengið beina upplifun af Guði, þessu heilaga, hvað sem við viljum kalla það. Því ég hef það og get tengt inn í það hvenær sem er, svo lengi sem ég þvælist ekki fyrir sjálfri mér.

Ég trúi ekki á Guð. Ég þarf þess ekki. Ég upplifi hana/hann/þau og þekki.

Það er kannski gott að taka það fram að ég skil orðið Guð sem allt sem er, alls staðar, alltaf, að eilífu. Ekki kall með skegg. Þó mér finnist krúttleg þessi tilhneiging okkar til að mála Guð í formi sem við skiljum.

En fyrst og fremst sé ég mig sem listamann, og kannski galdrakonu

Galdurinn sem ég færi er að hjálpa þér aftur heim til þín.

LEIÐIR FYRIR OKKUR AÐ TENGJAST

STJÖRNUSPEKI EINKATÍMI

Fáðu að vita hvað leiðbeininga bæklingurinn sem fylgdi með þér við fæðingu, stjörnukortið þitt, segir um þig.

Það sem við munum m.a. skoða:

Grunn persónuleiki þinn

Tilfinningar þínar og ómeðvituð hegðun

Hvernig þú elskar, hvernig þú vilt vera elskuð/elskaður og hver mikilvægustu gildi þín eru

Hvernig hausinn þinn (hugurinn) virkar

Hvað þú þarft til að vera sátt/ur í ástarsambandi

Hvað þú þarft til að vera sátt/ur í starfi

Hvað er aðal áskorunin og ætlunar verkið í lífinu

Hvaða gjafir hefur þú sem þú þurftir aldrei að hafa fyrir að læra

 

Það eru nokkrir hlutir sem gerast þegar þú kemur í stjörnuspeki lestur til mín – Þú munt upplifa að önnur manneskja skilji þig og sjái þig. Þú munt fá dýpri innsýn í hver þú ert. Ég mun líka gera mitt besta til að láta þig fá dýpri samkennd með þér sjálfri/sjálfum og að fá meiri húmor fyrir þér.

+ GJAFABRÉF – ég sel líka gjafabréf í einkatíma sem þú getur sótt til mín í Reykjavík eða fengið pdf í pósti til að prenta út

 

KOSMÍSK LEIÐSÖGN

Langar þig í hjálp við að komast að því hvað það er sem þú komst hingað til að gera og vera?

Til að stíga inn í kraftinn þinn og vera sú/sá sem þú ert.

Í sameiningu hreinsum við í burtu allt kjaftæði sem hindrar þig í að vera þú og lifa það sem þú komst hingað til að lifa. Ég mun segja þér það sem þú þarft að heyra, sem er ekki endilega það sem þú vilt heyra. En alltaf með þér í liði. 

Þetta er stríðsmanna þjálfun fyrir þau sem vilja spara sér tíma á þroskaferlinum og losna við hindranir sem hafa mögulega fylgt þér í mörg líf.

Þú ert einstaklingur og ég mun hanna pakkan að þér og þínum þörfum

Það eru nokkrar leiðir mögulegar til að vinna með mér á þennan hátt.

Þú getur ýtt á hnappinn hér að neðan eða sent mér skilaboð á samfélagsmiðlum eða í tölvuposti til að fá meiri upplýsingar.

Meðmæli um Cosmic Coaching:

“Það var rosalega góð upplifun að vinna með Jöru.


Ég er miklu meðvitaðri um sjálfa mig. Þegar ég lendi í stressandi aðstæðum núna þá veit ég af hverju ég bregst við eins og ég geri og veit að ég hef val um að bregðast öðruvísi við.

Ég er til dæmis meðvitaðri um krabba elementið í mér. Ég á það til að setja upp varnarmúr, miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Að þekkja það hjá sjálfri mér er mjög hjálplegt bæði í vinnu og heima fyrir.


Mér fannst geggjað hvað ég náði að opna á “abundance”. Það er lygilegt hvað hlutirnir gerast hratt þegar maður opnar á það. Þegar ég byrjaði að vinna með Jöru var ég að segja upp vinnu og leita mér að nýrri vinnu. Hún hjálpaði mér mjög mikið í gegnum það ferli og ég er núna komin á stað sem ég er miklu sáttari á og með miklu betri tekjur.

Ég er búin að vera að skrifa niður ásetning á nýju tungli og það er magnað, það hefur bara allt ræst.


Mér fannst gott að vera í langan tíma því vikurnar eru svo stuttar. Ég byrjaði á 6 vikum en lengdi það svo í 3 mánuði. Það var gott að fara í gegnum hæðir og lægðir með Jöru og fá leiðsögn í gegnum þær.


Ég mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem eru að velta fyrir sér Cosmic Coaching með Jöru.”

H.Á.


STJÖRNUPARTÝ fyrir
+vinahópa & vinnustaði

Ertu að leita að skemmtilegri upplifun fyrir vinahópinn eða vinnustaðinn?

Ég tek að mér að mæta og lesa í stjörnukort hópsins.

Ég byrja vanalega á því að tala aðeins um hvað stjörnuspeki er og af hverju mér finnst hún skemmtileg og gagnleg.

Síðan fer ég yfir grunnþætti stjörnukorta allra í hópnum. Það fer eftir stærð hópsins hvað ég næ að fara djúpt í hvert kort og eins er hægt að ákveða fyrirfram hvort spjallið eigi að vera eingöngu á léttu nótunum eða hvort fólk vilji fara aðeins dýpra.

Fólki finnst vanalega mjög gaman að fá svona skoðun á stjörnukortið sitt og merkilegt að sjá hvernig vinahópar og vinnustaðir eru oft með þemu eins og t.d. margir í tvíburamerkinu eða margar rísandi meyjur.

Það sem ég þarf að fá fyrirfram er afmælisdagur og ár allra í hópnum og líka fæðingartími og fæðisngarstaður ef ég á að fara dýpra.

Sendu skilaboð á Instagram eða giantara@giantara.com til að fá meiri upplýsingar. 

TAROT LESTUR

Vvið getum notað tarot spil til að fá svör við spurningum sem brenna á okkur.

Tarot spilin eru aldagömul aðferð við að kafa dýpra. Spilin eru óinnbundin bók vestrænnar dulspeki og innihalda lífstréð, ferðalag sálarinnar á þroskabraut sinni, kabballa, stjörnuspeki og talnaspeki skipulega framsett í spilunum.

Ert þú að leita að leiðsögn í lífinu?

Vantar þig svör við ákveðnum spurningum?

Stendur þú á krossgötum eða vantar einfaldlega staðfestingu á því að þú sért á réttri braut.

Við getum spurt spilin að hverju sem er og þau eru mjög heiðarleg.

Ég mun ekki segja þér hvað er að fara að gerast heldur munum við nota spilin til að skilja betur það sem er að gerast núna og þannig taka betri ákvarðanir um framtíðina. Þú mótar framtíðina með hugsunum þínum og gjörðum og ég hjálpa þér að sjá hvernig þú ert að móta framtíðina núna til að þú getir þannig breytt því sem þarf að breyta eða halda ótrauð áfram á sömu braut.

ITarot spilin gefa okkur innsýn í undirmeðvitundina og hvaða öfl eru að verki í kringum okkur og þannig getum við fengið leiðsögn sem hjálpa okkur að taka sterkari ákvarðanir og vera meira við stjórn í okkar eigin lífi.

+ STJÖRNUSPEKI & TAROT SAMAN: Það er líka í boði að blanda saman stjörnuspeki og tarot. Til að gera það þá ferð þú í stjörnuspekina hér að ofan og þegar þú pantar tímann getur þú valið að bæta tarot við.

WORKSHOP + NÁMSKEIÐ + VIÐBURÐIR

Námskeið um orkustöðvarnar 7

Námskeið um orkustöðvarnar 7 – ferðalag um orkulíkamann þinn.

Lærðu um og upplifðu orkulíkamann þinn.

 

Þetta er tilbúið námskeið sem þú tekur á þínum tíma þegar þér hentar.

Það eru 7 uppteknir tímar með fræðslu um hverja orkustöð fyrir sig og svo Kundalini yoga og hugleiðsla sem vinnur að því að jafna hverja orkustöð fyrir sig.

Það sem nemendur hafa að segja:

“Takk fyrir námskeiðið, mjög áhugavert og árangursríkt fyrir mig. Ég er að hugsa um að byrja aðra umferð og hlusta á tímana aftur frá byrjun.” S. G.

“Takk fyrir námskeiðið sem var að klárast. Mér fannst það rosalega gott og það gerði mjög mikið fyrir mig. Mér fannst ég byrja að læra að tengjast orkustöðvunum mínum betur. Ég fann alltaf mikla vellíðan eftir tímana og meltinginn mín varð áberandi rosa góð (eitthvað sem ég bjóst ekki við).” L.

 

Shopping Basket