fbpx
Stjörnuspeki

 

Meðmæli

“Algjörlega frábær! Sé hlutina í öðru ljósi eftir tímann með Gian Töru, mjög skýr og skemmtilegur lestur. Mæli með fyrir alla sem vilja kynnast sjálfum sér betur.”  – Salvör Thorlacius

Stjörnuspeki

Stjörnuspeki er magnað tæki.

Að þekkja stjörnukortið sitt er eins og að eiga leynilegan leiðarvísir að sér sjálfum.

Því dýpra sem maður kafar ofan í stjörnuspekina því nákvæmari verður hún.

Fæðingarkortið okkar (natal chart) geymir lykilinn að stóra planinu okkar fyrir þetta líf. Með því að lesa kortið sjáum við munstirn okkar. Tilheigingar, hæfileikar og styrkelikar standa út þegar maður veit hverju maður er að leita að. 

Þegar við lesum stjörnukort skoðum við heildina. Allar pláneturar, tengingarnar á milli þeirra – hvernig þær vinna saman. Við skoðum líka húsin sem pláneturnar eru í, rísandi merkið þitt, munstur í kortinu og hægt og rólega byrjum við að sjá stóru myndina.

Þegar ég les kort þá skoða ég líka, ef tími gefst til, hvernig ytri pláneturnar eru að hreyfa við þér í dag. Hvort þær séu að mynda tengingar við fæðingarkortið þitt. Í hreyfingu himintunglanna í gegnum himinhvolfið mynda þau reglulega tengingar við fæðingarkortið okkar. Þegar það gerist getum við allt í einu orðið heppnari en venjulega eða að við förum að spyrja okkur stóru spurningarinnar um af hverju við séum hér og hvernig við getum best varið tímanum okkar á jörðinni.

Í lengri tímunum getum við skoðað meira, svo sem hvort sól og tunglmyrkar ársins séu að hafa áhrif á þig og fleira.

Uppáhalds svið mitt innan stjörnuspekinnar er þróunar stjörnuspeki (Evolutionary Astrology) og dulspeki stjörnuspekinnar (Esoteric Astrology). Þegar við vitum að hverju við erum að leita að þá getum við séð hvert plan sálarinnar fyrir þetta líf er. Við getum séð hvað við komum hingað til að gera og hvernig við getum best notað hæfileika okkar til að styðja við andlegan þroska okkar.

 

Stjörnuspeki fyrir börn

 

Annað sem ég elska er að skoða fæðingarkort barna með foreldrum þeirra. Við að þekkja stjörnukort barnsins geta foreldrar skilið börn sín betur og þannig stutt við þroska þeirra og hjálpað þeim að feta sína eigin þroskabraut.

Með því að þekkja styrkleika og hæfileika barnsins þá getum við betur stutt þau í þeirra eigin vegferð frekar en að beina þeim í þá átt sem við viljum helst að þau fari í. Einnig getum við séð mögulega veikleika og þannig gert okkar til að ýta undir styrkleikana og beint þeim í átt frá veikleikunum.

Börnin okkar koma oft inn í lífið með plan sem er gerólíkt okkar eigin. Það sem við sjáum sem erfitt barn getur allt eins verið sál sem hefur valið sér að þroskast í gegnum spennu og vinnu. Við veljum okkur ekki öll auðveldu leiðina. Sú erfiða býður oft upp á miklu hraðari þroska.

“Solar Return” lestur

Árlega, á afmælinu okkar þá fáum við nýtt plan fyrir komandi ár. Þetta er eins og drög að komandi ári. Solar return-ið er þegar sólin er á nákvæmlega sömu gráðu og þegar þú fæddist þannig að það er oft á edginum á undan eða eftir afmælinu þínu.

Það skemmtilega við “Solar Return” kort er að ef manni líst ekki á það sem árið mun bera í skauti sér samkvæmt kortinu þá getur maður breytt því með því að ferðast á hagstæðari stað á plánetunni. Það að fljúga eitthvað í vestur eða austurátt  getur gefið okkur nýtt og betra kort ef við vitum hvað við erum að gera. 

Það er best að útbúa Solar return kort með smá fyrirvara þannig að maður hafi tíma til að kaupa sér ferð erlendis ef svo ber upp á. Á Íslandi þá þurfum við oftast að skipta um land til að fá breytingarnar sem við viljum fá. 

Hvernig lesturinn fer fram

Það eru þrír möguleikar til að fá lestur hjá mér.

1. Ég get gefið lestur í gegnum vídjóspjall í tölvu.

2. Ég get hitt þig á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur til að lesa kortið. Ég er t.d. á Systrasamlaginu, óðinsgötu 1, á milli 10.30-13.30 á fimmtudögum. Best er að panta tíma fyrirfram.

3. Ég get líka komið í heimahús. Til dæmis í vinkonukvöld eða í nafngiftir hjá börnum til að gefa fjölskyldunni smá upplýsingar um kort barnsins. Engar áhyggjur – Ég legg alltaf áherslu á það besta í kortinu enda tel ég að það hjálpi okkur mest. – Greiðsla eftir samkomulagi – Hafið samband í 693-7374 eða giantara@giantara.com

Það er gott að taka lesturinn upp því þetta eru miklar upplýsingar á stuttum tíma.

 

Þú getur pantað lestur með því að kaupa kort hér fyrir neðan. 

Greiðslan fer í gegnum Paypal. 

Þegar greiðslan hefur farið í gegn þá hef ég samband við þig innan 24 tíma. 

 

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða liggur á að kaupa gjöf þá getur þú hringt í síma 693-7374, sent tölvupóst á giantara@giantara.com eða haft samband við mig í gegnum Facebook síðuna mína, Gian Tara.

Stjörnuspeki
Fæðingardagur, staður og tími:
Shopping Basket