Þetta er 7 tíma námskeið – 1 upptekinn tími fyrir hverja orkustöð, um það bil 1,5 klukkustunda langur hver tími.
Það sem þessir tímar gera er að koma orkulíkamanum þínum í meira jafnvægi sem hefur góð áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan.
Orkulíkaminn samanstendur af orkubrautum sem liggja um allan líkamann og orkustöðvum sem eru krossgötur þar sem orkubrautir mætast.
Orkustöðvarnar 7 eru stærstu krossgöturnar. Það eru miklu fleiri orkustöðvar, en þessar 7 eru þær stærstu.
Í hverjum tíma er fyrst fræðsla um orkustöðina og svo tekur við æfingaröð sem vinnur sérstaklega að því að koma jafnvægi á þá stöð sem við erum að vinna með í hverjum tíma. En við gerum líka æfingar í öllum tímunum sem hjálpa við að koma jafnvægi á heildina. Eftir æfingarnar tekur við stutt hugleiðsla og slökun.
Það sem orkustöðvarnar halda utan um hver fyrir sig er:
- Öryggistilfinning – Rótarstöðin – tilfinning um að tilheyra á jörðinni og getan til að skapa öryggi, þar á meðal fjárhagslegt öryggi.
- Sköpunar- og kynorka – Nárastöðin – getan til að vera skapandi og að eiga gott samband við kynheilsu
- Drifkraftur – Magastöðin/Sólarplexusinn – hér býr lífsorkan okkar, geta og þor til að láta hluti gerast
- Kærleikur – Hjartastöðin -getan til að elska og vera elskaður – að finnast öruggt að þyggja ást frá sjálfum sér og öðrum
- Tjáning – Hálsstöðin – röddin okkar – getan til að segja það sem við viljum og þurfum að segja
- Innsæi og viska – Þriðja augað – getan til að hlusta, heyra í og fylgja innsæinu okkar. Viska og skýr rökhugsun.
- Tengingin við alheiminn/Guð – Hvirfilstöðin – Tengingin við guðdóminn, hvaða orð sem við viljum nota um hann, tilfinning um að tilheyra einhverju stærra
Þetta námskeið er hannað til að virkja orkustöðvarnar og brautirnar á milli þeirra – til að byrja að koma jafnvægi á orkuna þína.
Jafnvægi á orkunni fylgir ekki bara almennt betri líðan heldur, eins og þú sérð í lýsingunum, ná orkustöðvarnar utan um öll svið mannlífsins.
Þegar þú kaupir námskeiðið færðu strax aðgang að öllum tímnunum – í lokuðu svæði hér á síðunni – sem þú hefur ótakmerkaðan aðgang að.
Þú getur horft á einn og einn tíma, gert sama tímann aftur og aftur eða tekið tímana í röð, frá fyrstu orkustöðinni til þeirrar sjöundu. Einu sinni í viku, einu sinni á dag, eða bara hvað sem þú vilt.
Æfingarnar eru ekki mjög erfiðar og henta flestum. Þó ráðlegg ég öllum að sjálfsögðu að hlusta alltaf á eigin líkama og alltaf að hætta eða taka pásu ef eitthvað meiðir.
Það sem þú færð er:*
- 7x 1,5 klst langir orkustöðva tímar – 1 fyrir hverja orkustöð
- Fræðslu myndband með upplýsingum um orkuna okkar, orkubrautirnar 3, öndun, möntrur, augnfókus, lásana og margt fleira
- Upplýsingar um hvernig við getum notað ilmkjarnaolíur til að styðja við orkustöðvarnar okkar.
- samtals rúmlega 10 klukktutímar af uppteknu efni
- PDF bók sem þú getur hlaðið niður til að eiga
- Ef þú kaupir námskeiðið og kemst að því að þú getur ekki notað það af einhverjum ástæðum – þá getur þú fengið endurgreitt ef þú hefur samband innan 3 daga frá því að þú færð aðgengi að námskeiðinu.
Svona lítur innra svæðið út:
* Æfingar námskeiðisins eru byggðar á Kundalini yoga eftir forskrift Yogi Bhajan. Ýmislegt vafasamt hefur komið upp á yfirborðið með hann, eins og svo marga gúrúa. Mín reynsla af þessu Kundalini yoga sem hann kom með er samt sú að það virkar betur en aðrar yoga leiðir sem ég hef fundið. Ég nálgast allt með það hugarfar að prófa og sjá hvað virkar. Mín reynsla og þeirra sem ég hef kennt – ég hef kennt yoga í 7 ár – er að fólki líður almennt mjög vel eftir Kundalini yoga. Þannig að ég nota það ennþá, og held áfram að taka öllu með fyrirvara sem Yogi Bhajan og aðrir gúrúar segja.
Umsagnir nemenda þessa námkeiðs um áhrifin:
“Takk fyrir námskeiðið sem var að klárast. Mér fannst það rosalega gott og það gerði mjög mikið fyrir mig. Mér fannst ég byrja að læra að tengjast orkustöðvunum mínum betur. Ég fann alltaf mikla vellíðan eftir tímana og meltinginn mín varð áberandi rosa góð (eitthvað sem ég bjóst ekki við).” L.
“Takk fyrir námskeiðið, mjög áhugavert og árangursríkt fyrir mig. Ég er að hugsa um að byrja aðra umferð og hlusta á tímana aftur frá byrjun.” Steinunn
“Mjög fínt námskeið!” Guðbjörg
Ef þú velur millifærslu þá er námskeiðið aðeins ódýrara – 9.900 kr // 5500 kr á afslætti
Þú velur það í lok kaupferlisins.
Reviews
There are no reviews yet.